Áfallastreita

  • Eðlilegt er áföll hafi áhrif á fólk og að það taki tíma að jafna sig. Áfallastreituröskun er því aðeins greind ef fólk finnur ekki töluverðan mun á einkennum sínum innan mánaðar. . Áfallastreituröskun er nokkuð algeng og glímir um 10% fólks við PTSD einhvern tímann yfir ævina. Hér að neðan er áfallastreitustreituröskun lýst en þó getur fólk haft gagn af því að vinna úr áföllum sem það hefur ekki fyllilega komist yfir, þótt það uppfylli ekki viðmið um um áfallastreituröskun.

    Áfallastreituröskun er röskun sem hlotist getur af alvarlegu áfalli en áfall getur verið allt sem telst ekki eðlilegt að upplifa, sem dæmi ef lífi eða velferð eigins lífs eða lífi aðstandanda er ógnað, slys hvers kyns eða kynferðisofbeldi.

    Í kjölfar áfalla upplifir fólk gjarnan að minningar úr áfallinu koma upp í hugann þegar eitthvað minnir á það. Einnig getur fólki dreymt illa eða upplifað verulegt tilfinningalegt uppnám þegar eitthvað minnir á fallið eða eitthvað sem tengist því. Fólk getur orðið verður daufara og áhugalausara en áður og átt almennt erfitt með að finna fyrir jákvæðum tilfinningum.  Það finnur hins vegar oft fyrir líkamlegri spennu, svefntruflunum, pirringi eða reiði, einbeitingarerfiðleikum, er alltaf  á veðri eða á varðbergi og því bregður auðveldlega. Það upplifir sig einangrað frá öðrum og á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir  sér. Áfallastreituröskun getur leitt til þunglyndis og misnotkun vímugjafa.

    Hvernig er áfallastreita meðhöndluð við Kvíðameðferðarstöðina?

    Við Kvíðameðferðarstöðina er áfallastreita ýmist meðhöndluð með áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð (CT-PTSD) eða EMDR (Eye Movement Desensitisation Processing). Mælt er með þessum meðferðarformum þegar fólk er að glíma við áfallastreituröskun af breskum heilbrigðisyfirvöldum (NICE guidelines) til þess að aðstoða fólk við að vinna úr áfallastreituröskun eða einkennum hennar.