Ertu með ADHD?

18. september, 2018
Fréttir
Fréttir og tilkynningar

Við Kvíðameferðastöðina er hægt að fá sálfræðimat á einkennum athyglisbrests og ofvirkni en athyglisbrestur lýsir sér meðal annars í erfiðleikum með einbeitingu og eftirtekt, úthald og skipulag, gleymsku, fljótfærni og frestunaráráttu. Ofvirkni lýsir sér aftur á móti sem eirðarleysi, hvatvísi, óþolinmæði, erfiðleikar með að slaka á og hlusta á aðra án þess að grípa fram í. Vandinn er ótrúlega hamlandi og gerir það að verkum að fólk stendur sig verr en það gæti og kemur niður á námi, störfum og félagslífi.

Hafa ber í huga að enginn geðlæknir er starfandi við Kvíðameðferðastöðina og það því á ábyrgð þess sem óskar eftir greiningu að fá tíma hjá geðlækni upp á eigin spýtur.

Fleiri færslur