Bergenska fjögurra daga meðferðin við þráhyggju og áráttu (OCD)

Um er að ræða markvissa berskjöldunarmeðferð sem er sérsniðin er að hverjum og einum með það fyrir augum að ná tökum á þráhyggju og áráttu

Um hópmeðferðina

Bergenska fjögurra daga meðferðin var þróuð til að meðhöndla alvarlegar kvíðaraskanir og hefur mest verið rannsökuð við þráhyggju-árátturöskun (OCD) og árangurinn lofað mjög góðu. Meðferðin var þróuð af sálfræðingunum dr. Gerd Kvale og dr. Bjarne Hansen við Bergenska háskólasjúkrahúsið og undanfarin ár hefur áhugi fyrir þessu meðferðarformi farið vaxandi á erlendri grundu. Útbreiðsla og kerfisbundin þjálfun nýrra teyma til að veita meðferðina á alþjóðavísu stendur nú yfir en OCD teymi Kvíðameðferðarstöðvarinnar var fyrsta teymið fyrir utan Noreg sem fékk þjálfun og handleiðslu til að veita fjögurra daga meðferðina við OCD og nú hafa vel yfir hundrað manns farið í gegnum meðferðina hér á Íslandi. Nýverið var meðferðin aðlöguð að ælufælni og verða framvegis OCD og ælufælni meðhöndluð saman enda um skyld vandamál að ræða sem sama meðferð virkar við.

Fyrirkomulag

Fjögurra daga meðferðinni fer fram daglega yfir þetta fjögurra daga tímabil (þriðjudagur kl 09.00-12.00, miðvikudagur kl 9.00-16.00, fimmtudagur kl. 9.00-17.00, föstudagur kl. 9.00-12.00). Meðferðinni er best lýst sem einstaklingsmeðferð sem fer fram í hópsamhengi en 3-6 skjólstæðingar eru meðhöndlaðir samtímis af jafnmörgum meðferðaraðilum. Þetta tryggir að meðferðin sé sérsniðin að hverjum og einum og fá þátttakendur nægan stuðning á meðan þeir eru þjálfaðir í berskjöldunaræfingum en njóta á sama tíma kosti þess að vera í hópi fólks sem er að kljást við sama vanda. Áður en meðferð hefst fá skjólstæðingar góðan undirbúning og fræðslu svo fólk vita að hverju það gengur og geti tekið upplýsta ákvörðun um þátttöku og að stíga þetta skref í átt að breytingum.

Sálfræðingarnir sem koma að meðferðinni eru þau Emanúel G. Guðmundsson sérfræðingur í klínískri sálfræði, Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði, Sóley D. Davíðsdóttir sérfræðingur í klíníkskri sálfræði, Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræðin, Hrefna Guðmundsdóttir sálfræðingur, Íris Sverrisdóttir sálfræðingur og Kristín Ingimarsdóttir sálfræðingur.

Verð

290.000.-

Tímasetning

Næsti hópur fer fram í janúar 2026