Náðu tökum á áhyggjum -hópmeðferð við áhyggjuvanda
Um er að ræða 9 vikna hópmeðferð þar sem markvisst er unnið að því að grípa inn í vítahring áhyggja og auka óvissuþol

Um hópmeðferðina
Þetta meðferðarúrræði var þróað við Kvíðameðferðarstöðina í samvinnu við helsta sérfræðing heims á sviði almennrar kvíðaröskunar, dr. Melisu Robichaud, og er hópmeðferðin ætluð fólki sem glímir við þrálátar áhyggjur, ofhugsar hluti og líður illa af þeim sökum. Í meðferðinni er unnið markvisst að því að draga úr áhyggjum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Meðferðin samanstendur af fræðslu, æfingum í tímum og heimaverkefnum og er stuðst er við meðferðarhandbók sem hver og einn þátttakandi fær eintak af.
Fyrirkomulag
Hópmeðferðin fer fram í 8 til 10 manna hópi og mun hópurinn hittast vikulega í 2 tíma í senn í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar í alls 9 vikur. Að hópmeðferðinni lokinni mun hver og einn þátttakandi hitta sálfræðinginn sem stýrði meðferðinni einslega og fara yfir stöðuna. Áður en meðferð hefst hitta sálfræðingar KMS sérhvern þátttakanda einslega í greiningarsviðtali þar sem vandinn er kortlagður og lagt mat á hvort meðferðarúrræðið muni henta viðkomandi eða hvort annað úrræði eigi betur við. Greiningarviðtalið er ekki innifalið í hópmeðferðarkostnaði.
Íris Sverrisdóttir sálfræðingur mun stýra hópnum.
Verð
109.000 krónur -athugið að í sumum tilvikum taka sjúkrasjóðir stéttarfélaga þátt í að niðurgreiða kostnað
Tímasetning
Næsti hópur hefst miðvikudaginn 11. mars 2026, kl. 13.00-15.00