Náðu tökum á félagskvíða
Um er að ræða 11 skipta hópmeðferð þar sem unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Um hópmeðferðina
Um er að ræða 11 skipta hópmeðferð þar sem unnið er markvisst að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Stuðst er við bók um félagsfælni sem Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur hefur skrifað og meðferðaráætlun sem komin er áralöng reynsla af og borið hefur góðan árangur.
Fyrirkomulag
Hópmeðferðin fer fram í 8-10 manna hóp og mun hópurinn hittast vikulega í tvo tíma í senn, í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Áður en meðferð hefst hitta sálfræðingar KMS sérhvern þátttakanda í einstaklingsviðtali þar sem vandinn er kortlagður og lagt mat á hvort meðferðarúrræðið muni henta viðkomandi eða hvort önnur úrræði muni koma að meira gagni.
Jóhann Pálmar Harðarson sálfræðingur mun stýra hópnum.
Verð
115.000 krónur -athugið að í sumum tilvikum taka sjúkrasjóðir stéttarfélaga þátt í að niðurgreiða kostnað
Tímasetning
Næsti hópur hefst mánudaginn 26. janúar 2026, kl 15.00-17.00