Benedikt Erlingsson leikari kom í heimsókn hingað á Kvíðameðfeðarstöðina og hélt skemmtilegan og áhugaverðan fyrirlestur fyrir starfsfólk stöðvarinnar um status í mannlegum samskiptum. Í þessum fyrirlestri fjallað hann um mannleg samskipti út frá einni af frumstæðustu hvötum mannsins: Stöðutöku. „Status“ er ekki aðeins félagsleg staða sem okkur er úthlutað eftir aldri, kyni, líkamsgerð, starfi, frægð og frama – heldur líka sú staða sem við tökum gagnvart öðrum með beitingu raddar, notkun tungumáls og með líkamstjáningu. Hvar við lendum í „goggunarröðinni“ – og hvers vegna – er stóra spurningin. Í flutningi sínum bregður Benedikt á leik, skýrir hugtökin með lifandi dæmum og hvetur jafnvel áhorfendur til þátttöku. Hann afhjúpar hvernig rödd, líkamsbeiting, staða í rými og orðaval verða að valdatækjum í hinum frumstæða – og oft ómeðvitaða – leik sem við stöndum í á hverjum degi. Markmiðið er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á fyrirbærinu status, verði meðvitaðri um eigin samskiptamynstur og læri að lesa betur í aðferðir annarra. Ekki síst er lögð áhersla á listina að ná augnsambandi – eða levela – sem felst í leitinni að jafnvægi á milli einstaklinga. Það jafnvægi er lykillinn að góðum samskiptum og upphafi vináttu.
Status í mannlegum samskiptum
Fréttir og tilkynningar


