Um KMS
Kvíðameðferðarstöðin er sérhæfð meðferðarstöð þar sem áhersla er lögð á bestu sálfræðimeðferðina sem völ er á við kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna. Langoftast er hugræn atferlismeðferð sú meðferð sem veitt er enda er mælt með því meðferðarformi við öllum kvíðaröskunum af breskum heilbrigðisyfirvöldum. Meðferðin er ýmist veitt í einstaklingsviðtölum eða hópmeðferð eftir því sem við á. Einstaklingsmeðferð fer fram á starfstöð sálfræðinganna í Reykjavík eða í gegnum fjarfundabúnað fyrir þá sem eru búsettir úti á landi eða eiga ekki heimangengt.
Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfa saman í teymum og njóta handleiðslu á störf sín frá bæði innlendum og erlendum sérfræðingum. Þetta er gert til að tryggja gæði þeirrar meðferðar sem veitt er. Sálfræðingum Kvíðameðferðarstöðvarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2007 er sálfræðingarnir Sóley D. Davíðsdóttir, Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir og Þröstur Björgvinsson stofnuðu fyrirtækið. Árið 2025 fjölgaði í eigendahópnum en sálfræðingarnir og reynsluboltarnir Kristjana Þórarinsdóttir, Jóhann Pálmar Harðarson, Hrefna Guðmundsdóttir, dr. Tómas Kristjánsson og Sigurður Viðar hafa bættst í eigendahópinn.
Sóley og Sigurbjörg stýra fyrirtækinu nú og starfa tæplega 20 sálfræðingar við stöðina auk skrifstofustjóra, móttökuritara, sálfræðinema og annarra sem koma að rekstrinum og einstökum meðferðarúrræðum. Samstarfs gætir við sálfræðideild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík með tilliti til rannsókna og þjálfunar sálfræðinema en nokkrir sálfræðinemar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík hljóta þjálfun sína árlega við Kvíðameðferðarstöðina. Árangur þeirrar meðferðar sem fer fram við Kvíðameðferðarstöðina er mældur þannig að unnt sé að fylgjast með meðferðarárangri.
