Viltu taka þátt í rannsókn?

17. mars, 2021
Tilkynningar
Fréttir og tilkynningar

Kvíðameðferðarstöðin í samvinnu við Háskóla Ísnands stendur fyrir rannsókn á eiginleikum tveggja sjálfsmatskvarða sem meta ælufælni.

Auglýst er eftir þátttakendum í rannsókn sem felst í að svara spurningum á netinu.

Hverjir geta tekið þátt í rannsókninni og hvaða reglur gilda um þátttöku?
Allir sem náð hafa 18 ára aldri geta tekið þátt í rannsókninni, óháð því hvort þeir hafa einhvertíman talið ælufælni vera vandamál hjá sér eða ekki. Ekki er greitt fyrir þátttöku.

Hvað er gert í rannsókninni?
Markmið rannsóknarinnar er að kanna eiginleika tveggja spurningalista sem meta einkenni ælufælni. Einnig verður kannað hvort tengsl séu á milli einkenna ælufælni og annarra skildra vanda og verður það gert með sjálfsmatsspurningalistum sem svarað er á netinu. Það tekur þátttakendur um 10 til 12 mínútur að svara öllum spurningunum.

Hvernig tek ég þátt?

Slóð á spurningakönnunina er hér . Á forsíðu hennar eru nánari upplýsingar um rannsóknina og aðstandendur hennar.

Fleiri færslur