Vinnustofur fyrir fagfólk um dauðakvíða og sértæka fælni við uppköst

7. mars, 2023
Fréttir
Fréttir og tilkynningar

Okkur er sönn ánægja að greina frá því að enginn annar en David Veale geðlæknir ætlar að bjóða upp á tvær spennandi vinnustofur föstudaginn 14. apríl í samstarfi við Kvíðameðferðarstöðina fyrir sálfræðinga, geðlækna og annað geðheilbrigðisstarfsfólk.
Á fyrri vinnustofunni (frá kl. 9:00-12:00) verður fjallað um hugræna atferlismeðferð við sértækri fælni við uppköst.
Á seinni vinnustofunni (frá kl. 13:00-16:00) verður fjallað um hugræna atferlismeðferð við dauðakvíða sem gagnast m.a. við meðhöndlun heilsukvíða, þráhyggju-árátturöskunar eða sértækrar fælni.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á sigurbjorg@kms.is fyrir 7. apríl 2023.
Verð fyrir eina vinnustofu er 24.500 krónur en fyrir báðar 39.500 krónur.

Hér má sjá nánari upplýsingar um David Veale og vinnstofurnar: Dauðakvíði DV.

Fleiri færslur